Forsíða /
Stofnanafjárfestar

Stofnanafjárfestar

Fjölmargir stofnanafjárfestar hafa valið Kviku eignastýringu sem sinn fjárvörsluaðila. Þjónusta við fagfjárfesta er sniðin að lífeyrissjóðum, fyrirtækjum og stofnunum. Sérfræðingar Kviku eignastýringar veita faglega ráðgjöf sem snýr að eignastýringu og greiningu á öllum helstu eignaflokkum.

Framúrskarandi árangur og áralöng reynsla

Sérfræðingar Kviku eignastýringar veita ráðgjöf sem snýr að öllum þáttum fjárfestinga s.s. horfum á mörkuðum, ávöxtunarmarkmið, áhættu, sveiflum í ávöxtun og tímalengd fjárfestinga. Viðskiptavinir geta valið mismunandi þjónustustig. Sérfræðingar eignastýringar móta fjárfestingastefnu í samráði við viðskiptavini sem tekur mið af markmiðum um ávöxtun og viðhorfi til áhættu.

Fjárfestingaráð eignastýringar fundar reglulega þar sem fjallað er um stöðu og horfur á helstu eignamörkuðum. Ákvarðanir eru teknar um undirvigtir og yfirvigtir eignaflokka miðað við fjárfestingarstefnu. Sífellt endurmat á eignadreifingu á sér stað í takt við þróun og horfur á mörkuðum.

Öflug upplýsingagjöf og traust eftirlit

Fagfjárfestar hafa ólíkar þarfir þegar kemur að ráðgjöf, upplýsingagjöf og skýrslugerð. Sérfræðingar Kviku eignastýringar koma til móts við sértækar þarfir viðskiptavina á þessu sviði, hverjar sem þær kunna að vera. Mikil áhersla er lögð á ítarlega og greinagóða upplýsingagjöf til viðskiptavina. Ásamt því að fylgjast grannt með þróun á eignamörkuðum, sinna sérfræðingar Kviku eignastýringar með aðstoð áhættustýringar virku innra eftirliti með eignasöfnum viðskiptavina og gæta þess að fjárfestingar séu innan stefnu á hverjum tíma.